Skincare, Tips Tuesday

#6 TIPS TUESDAY – Húðumhirða vol.2

1. Geyma handáburð á náttborðinu

Ég er alltaf með handáburð á náttborðinu mínu og man þannig eftir því að bera hann á mig, ég pæli alveg meðvitað í því að halda höndunum mínum “unglegum” því eins og þið hafið eflaust heyrt þá koma oft fyrstu ummerki um öldrun þar (& á hálsinum) og þetta er eina leiðin fyrir mig að muna eftir því að bera á mig handáburð. Kannski þarf ég reyndar bara líka að kaupa mér lítinn handáburð til að hafa í veskinu en á sama tíma þá finnst mér maður verða alltaf svo klístraður þegar maður setur á sig handáburð, það truflar mig ekkert þegar ég fer að sofa en myndi alveg trufla mig ef ég væri að gera eitthvað.

2. Tannbursta sig áður en maður hreinsar húðina.

Þetta á aðallega við um þá sem fá tannkrem út um allan munn þegar þeir tannbursta sig .. eins og ég .. skil ekki hvernig er hægt að sleppa við það haha. Allavega, innihaldsefnin í tannkreminu okkar eru svo rosalega sterk að þau erta húðina okkar – þannig það er best að tannbursa sig og hreinsa húðina eftirá því þá hreinsaru í burtu allar leifar af tannkreminu af húðinni í staðinn fyrir að þær liggi á húðinni okkar yfir nótt.

3. Vera tiltölulega ber að ofan þegar þú gerir húðrútínuna þína

Haha .. er kannski ekki að meina alveg nakin en allavega svona þannig bringan sé nokkuð ber. Ástæðan fyrir þessu er að þá er svo miklu líklegra að maður beri húðrútínuna niður á háls og bringu sem er svo ótrúlega mikilvægt .. þið hafið eflaust heyrt þetta en eins og ofangreint þá eru hálsinn & handarbök fyrst af öllu til að sýna öldrunareinkenni þannig ég focusa mikið á að bera skincare á þessa staði.

4. Þrífa makeup burstana sína!!!

Ég hef svo oft miklað þetta fyrir mér í gegnum tíðina .. fyrir nokkrum árum gerði þetta alltof sjaldan því ég á svo marga bursta og hafð aldrei “tíma” til að þrífa þá alla. En málið er að þú þarft engann veginn að þrífa alla burstana þína vikulega bara burstana sem eru í notkun!! ég nota vanalega sömu 5-8 burstana daglega og það tekur svona 5-10mín max að þrífa þá, ég hef það bara í rútínu að á sunnudögum þegar ég tek smá selfcare þá tek ég burstana með mér og þríf þá þegar á meðan ég er með maska á mér. Ég hef einhvernveginn líka síðustu mánuði orðið svo rosalega meðvituð um bakteríurnar sem safnast í burstunum þannig mér er alveg rosalega illa við að setja þær viljandi á andlitið á mér. Húðin þín mun þakka þér endalaust fyrir ef þú þrífur burstana þína reglulega.